Siðareglur

  1. Ef þú ert í vafa um hvort bolti hefur lent innan vallar eða utan þá ber þér að dæma andstæðingi þínum í hag. Í slíkum tilvikum skal ekki leika bolta aftur. Ef ekki er hægt með fullri vissu að dæma bolta úti þá telst hann hafa lent inni á vellinum.
  2. Aðrar reglur um hvort dæma skuli bolta inni eða úti:
    1. Þér ber að dæma alla bolta sem lenda eða er ætlað að lenda á þínum vallarhelmingi.
    2. Hjálpaðu andstæðingi þínum að dæma ef hann biður um það.
    3. Alla bolta sem þú spilar og sem augljóslega lenda úti ber þér að dæma þér í óhag.
    4. Andmæltu aldrei dómi andstæðings.
    5. Þú skalt spyrja um álit andstæðings ef hann er í betri aðstöðu til að dæma. Álit hans á að gilda.
    6. Leitaðu ekki álits áhorfenda um hvort bolti lendi innan vallar eða utan.
    7. Dæmdu strax.
    8. Eingöngu sá sem á að taka á móti fyrri uppgjöf, eða meðspilari hans (í tvíliðaleik) á að dæma boltann inni eða úti. Um seinni uppgjöf gildir það að ef sá sem er að gefa upp eða meðspilari hans sjá að uppgjöfin er augljóslega úti þá eru þeir skyldugir að dæma svo.
    9. Hafir þú dæmt bolta úti en uppgötvar að hann var inni þá ættir þú annaðhvort að:
      1. Spila boltann upp á nýtt ef þú hefur þá þegar slegið boltann yfir á vallarhelming andstæðingsins eða
      2. Dæma andstæðingi stigið ef þér tekst ekki að slá boltann yfir á vallarhelming andstæðingsins
  3. Ef ekki eru settar um það sérstakar reglur áður en leikur hefst þá gildir að ef bolti sem augljóslega er á leið út er gripinn þá fær sá sem lék boltanum stigið.
  4. Að svara uppgjöf sem augljóslega er úti til þess að koma andstæðingi á óvart er óheiðarlegt. Ef sá sem taka skal á móti uppgjöf svarar vegna þess að hann telur uppgjöfina hafa lent inni þá getur andstæðingurinn ekki neitað að spila áfram þótt hann sjálfur telur hana hafa lent úti.
  5. Standi andstæðingur ítrekað inni á vellinum þegar hann er að gefa upp þá ættir þú í fyrstu að benda honum kurteisislega á að hætta því. Haldi hann þessu áfram þá geturðu dæmt uppgjöf ólöglega en þó aðeins þegar hann stendur augljóslega inni á vellinum.
  6. Á meðan bolti er í leik ber að tala sem minnst. Í tvíliðaleik gildir sú regla að ekki má tala frá þeim tíma að þú eða meðspilari þinn hefur slegið boltann og þangað til andstæðingur hafa slegið boltann sín megin.
  7. Leikmenn, aðrir en sá sem er að gefa upp, mega hreyfa sig hvert sem þeir vilja jafnvel á meðan sá sem er með uppgjöfina kastar upp boltanum. Hreyfingar eða hljóð eins og veifa höndum eða spaða, stappa niður fótum eða tala og eru eingöngu ætlaðar til að trufla andstæðing eru bannaðar.
  8. Ekki skal fara aftur fyrir aðra velli til að ná í bolta á meðan bolti er í leik á þeim velli. Ef verið er að skila bolta á annan völl reynið þá að skila honum beint til þess sem er að gefa upp.
  9. Þú átt að spila með þeim spöðum og boltum sem þú hefur með þér í upphafi leiks.
  10. Þegar verið er að dæma í þeim tilvikum þegar bolti snertir leikmann, leikmaður snertir net, leikmaður snertir vallarhelming andstæðings, leikmaður slær bolta áður en hann fer yfir netið eða bolti lendir tvisvar áður en hann er sleginn þá hvílir dómgæslan á þeim leikmanni sem í þessu lendir.
  11. Í mótum ætti upphitun á leikvelli ekki að taka lengri tíma en 5 mínútur. Allir leikmenn verða að hafa lokið æfingum á uppgjöfum áður en leikur hefst. Á meðan leikmaður er að æfa uppgjöf á annar ekki að æfa að svara þeim.
  12. Leikmaður sem á að taka á móti uppgjöf ætti ekki að reyna að svara henni nema hann og meðspilari hans séu tilbúnir. Hafi leikmaður reynt að svara þá telst hann hafa verið tilbúinn og getur þá ekki sagt síðar að hann hafi ekki verið tilbúinn.
  13. Sá sem er að gefa upp ætti að kalla upp stöðuna áður en gefið er upp fyrir hvert stig.
  14. Ef vafi leikur á hver staðan er þá er ein leið til að leysa deiluna, að spila upp frá þeim stað sem leikmenn eru sammála um hver staðan var. Ef ekki er hægt að komast að samkomulagi þá ætti að ljúka deilunni með því að varpa hlutkesti (t.d. snúa spaða).
  15. Ef andstæðingur þinn brýtur reglurnar aftur og aftur þá ættirðu að biðja um dómara.

Umgengisreglur á tennisvöllum

  • Varist háreysti á völlunum.
  • Gangið snyrtilega inn á vellina.
  • Skilið við vellina eins og þið sjálf viljið koma að þeim.
  • Gangið ekki inn á vellina á meðan bolti er í leik.